Gildi trúarinnar í nútíma samfélagi; jákvæð og neikvæð viðhorf

Forseti Íslands, Herra Guðni Th.Jóhannesson
Heiðruðu fulltrúar og leiðtogar trúfélaganna.
Góðir gestir.

Hjartanlega til hamingju með 10 ára afmæli samstarfs og samtals trúar og trúfélaga hér á Islandi.  Kærar þakkir fyrir að treysta mér til að tala á þessum tímamótum. Það er mér mikill heiður og mikil ánægja. Ég vona sannarlega að ég bregðist ekki því trausti.

Read More

Predikun á Kristniboðsdaginn 2016 í Hallgrímskirkju í Reykjavík

Náð sé með yður og friður frá Guði föður og Drottni vorum Jesú Kristi.  Amen
Kæri söfnuður, gleðilega hátíð kristniboðsins.  
Nú eru liðin 80 ár frá því að þjóðkirkjan tók frá sérstakan dag á kirkjuárinu til að minnast kristniboðsins.  Til þess að þakka fyrir hið fórnfúsa starf úti á akrinum og heima fyrir í baklandinu. En við þökkum í dag ekki aðeins þessi áttatíu ár og ogallt það starf sem unnið hefur verið í Jesú nafni í samræmi við  orð guðspjallsins:  Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, því að það starf var auðvitað löngu hafið árið 1936. 

Read More