In memoriam

In memoriam Gunnar Eyjólfsson
Kveðja frá Skálholti

Húsbóndi hans sagði við hann: Gott, þú góði og trúi þjónn. Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns. Matt. 25.21
Sá hinn góði og trúi þjónn, Gunnar Eyjólfsson, er genginn inn til fagnaðar Herra síns að loknu löngu og drjúgu dagsverki.  Hann var sannarlega ekki bara trúr yfir litlu eins og þjónninn í dæmisögunni sem hér var vitnað til, heldur á okkar mannlega mælikvarða einnig yfir miklu. En hann hafði það vinnulag að vera jafn trúr yfir öllum verkefnum, stórum og smáum. Í hans augum voru hin smærri jafn þýðingarmikil hinum meiri. Aðrir munu fjalla um ævi hans og arfleifð. Hér skal aðeins þakkað og þess minnst hversu öflugan vin Skálholt átti í honum. 

Read More