Messan á fyrstu öldum kristni á Íslandi.

Samkomur kristinnar kirkju voru í sinni fyrstu gerð einfaldar í uppbyggingu sinni og auðskiljanlegar. Fólk hlýddi á Guðs orð og útleggingu þess, söng og baðst fyrir og síðan gekk það fram með gjafir sínar til sameiginlegra þarfa og neytti brauðs og víns kvöldmáltíðarsakramentisins.

Venja er að skipta sögu messunnar í nokkur tímabil. Fyrsta tímabilið er frá upphafi sögu kristninnar til þess að kristni varð ríkistrú í Rómarveldi en annað frá 400 - 800. Þriðja tímabilið, það sem hér er miðað við, er frá 800 - 1200.

Read More

Um atferli prests og safnaðar

Hér fylgja nokkur orð um atferli prests og safnaðar í messu og við athafnir í kirkju. Ráðandi um atferli prests og safnaðar er m.a þetta:

Kirkjuhús eru byggð utan um helgiathafnir kristins safnaðar. Það er meginregla. Frumforsendur byggingarinnar eru því þarfir helgihaldsins. Atferli prests og safnaðar ræðst að nokkru af byggingunni sjálfri.

Prestur er sendur af hinni almennu kirkju en valinn af heimasöfnuði. Þetta endurspeglast í atferli hans í guðsþjónustunni:
Prestur þjónar sendingu hinnar almennu kirkju með því að hann flytur söfnuði boð Drottins og kenningu kirkjunnar. Prestur snýr að söfnuði.

Read More