danni.jpg

Kristján Valur Ingólfsson, er fæddur á Grenivík við Eyjafjörð 28. október 1947.

Stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1968. Cand.theol frá Guðfræðdeild Háskóla Íslands 28. september 1974. Framhaldsnám í praktískri guðfræði við Ruprecht-Karls-Universität Heidelberg 1978–1985 með aðaláherslu á lítúrgíu og díakoníu, undir leiðsögn prófessoranna Paul Philippi (praktísk guðfræði) og Albrecht Peters (systematísk guðfræði) og aftur 1997 undir leiðsögn próf. Adolf Martin Ritter (historísk guðfræði).  

Prestur á Raufarhöfn 1974-1978, Ísafirði 1985-1986, Grenjaðarstað 1986-1992, rektor í Skálholti 1992-1999. Stundakennari við guðfræðideild Háskóla Íslands með hléum frá 1993, Lektor við guðfræðideild 2000 - 2008 og verkefnisstjóri á sviði helgihalds og kirkjutónlistar á Biskupsstofu 2000 – 2011. Prestur á Þingvöllum frá 2004. Vígslubiskup í Skálholti frá 2011 til 2018. Sjálfstætt starfandi fræðimaður frá hausti 2018.

Kristján Valur er kvæntur Margréti Bóasdóttur MBA, söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar.  Þau eiga synina Bóas, sem er fatahönnuður við framhaldsnám í Berlín og Benedikt sem er tenórsöngvari til heimilis í Berlín.  Hann er kvæntur Angelu Árnadóttur. Börn þeirra eru Árni, Margrét Iðunn og Andrés.