Um sálma

Það hefur verið mikilvægur hluti af starfsævi minni að þýða og semja sálma. En ég geri ekkert tilkall til þess að vera kallaður sálmaskáld. Frammi fyrir hinum raunverulegu sálmaskáldum stenst ég engan samanburð. Ég er meira eins og handverksmaður á þessum vettvangi og er glaður yfir því að fá að vera þar.

Sálmar aðgreina sig frá öðrum ljóðum fyrst og fremst með því að þeir eru tjáning trúarlegs veruleika. Hin trúarlega forsenda sálmsins er grundvöllur hans.

Read More

Skriftaspegill

Fyrir þúsund árum var ákveðið í vesturkirkjunni að hver kristinn maður skyldi ganga til skrifta í það minnsta einu sinni á ári, á föstunni, og vera síðan til altaris á páskum. Skriftirnar fylgja ákveðinni aðferð sem innifelur játningu syndanna og aflausn, eða fyrirgefningu. Til þess að undirbúa sig fyrir skriftir voru samdar leiðbeiningar fyrir skriftabörn. Þær voru oft kallaðar skriftaspegill.

Read More